Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þingmenn Suðurkjördæmis í heimsókn
Miðvikudagur 7. október 2015 kl. 18:21

Þingmenn Suðurkjördæmis í heimsókn

Að beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar, sem jafnframt er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis var boðað til fundar með sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum og þingmönnum kjördæmisins í kjördæmaviku sem nú er nýafstaðin. Fundurinn var haldinn í Gjánni í Grindavík.

Sveitarstjórnarmennirnir héldu þingmönnunum sannarlega á tánum enda mörg brýn málefni sem brenna á heimamönnum þrátt fyrir uppgang á svæðinu síðustu misseri. Líflegar og góðar umræður sköpuðust á fundinum og fóru þingmennirnir vafalaust heim með þéttskrifaðar glósur og punkta, segir á grindavik.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér eru Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Grindavík og Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum með fyrirspurnir til þingmanna.