Þingmenn ósáttir við minni lýsingu á Reykjanesbrautinni
Fréttir þess efnis að Vegagerðin sé að slökkva á öðrum hverjum ljósastaur á Reykjanesbrautinni í sparnaðarskyni komu flatt upp á þingmenn Suðurkjördkjördæmis sem óskað hafa eftir fundi með Vegagerðinni um málið.
„Þessar fregnir komu flatt upp á okkur og við erum ósátt við þennan gjörning,“ sagði Björgvin G Sigurðsson 1. þingmaður Suðurkjördæmis.
„Ég óskaði eftir því að Vegagerðin rökstyddi þessa ákvörðun á fundi með okkur þingmönnum Suðurkjördæmis og við munum funda með þeim á þriðjudaginn. Þessa ákvörðun þarf að endurskoða.“