Þingmenn munu leggjast á skófluna með Sturlu
Þegar þingmenn voru búnir að flytja ávörp sín opnaði fundarstjóri, Sigmundur Ernir Rúnarsson fyrir spurningar úr sal. Hér á eftir verða raktar fyrirspurnir fundargesta og svör þingmanna og vegamálastjóra, Helga Hallgrímssonar.
Sigmundur Ernir byrjaði á því að undirstrika að allir þingmenn hefðu þegar líst yfir vilja til að flýta tvöföldun Reykjanesbrautar, þeir hefðu tækifæri til þess en spurningin væri hvort þeir þyrðu því.
Eru mannslíf metin þegar forgangsröðun verkefna fer fram?
Helgi Hallgrímsson, vegamálastjóri : „Við tökum tillit til hættulegra vegakafla, þegar mat er lagt á nauðsyn framkvæmda. Ekki eingöngu þar sem mikill hraði er en því miður verða alvarleg slys um allt land, á mis góðum vegum. Einnig er lagt mat á arðsemi vega en það eru margir þættir sem koma inn þegar forgangsröðun fer fram. Það er því rangt að ekki sé lagt mat á mannslíf.“
Er raunhæft að lækkun hámarkshraða í 80 km/klst?
Sturla Böðvarsson (B): „Ég tel það ekki óraunhæft. Við eigum að lækka hraðann á hættulegum vegaköflum.“
Árni Johnsen (D): „Það er fýsilegur kostur.“
Breytir það einhverju ef fólk keyrir framan á hvort annað á 80 eða 90 km hraða?
Helgi: Já, minni hraði dregur úr afleiðingum slysa og hraðaminnkun dregur líka úr líkum á slysi.“
Er hægt að flýta framkvæmdum með lánsfé?
Sturla: „Við gerum ekki ráð fyrir lánum inní vegaframkvæmdum og lög gefa lítið svigrúm til þess. Nú er ekki gert ráða fyrir að taka stór lán fyrir utan það fjármagn sem vegasjóður hefur yfir að ráða.“
Hefur arðsemi tvöföldunar Reykjanesbrautar verið metin?
Hjálmar Árnason (B): „Arðsemi getur verið tvenns konar; mannslíf sem aldrei eru metin til fjár og sú arðsemi sem er þjóðhagslega hagkvæm. Með tvöföldun þá svörum við arðsemi á báðum sviðum.
Árni Ragnar Árnason (D): „Að baki tvöföldun er arðsemissjónarmið en einnig pólitískar ástæður, svo að við séum nú hreinskilin.“
Árni J.: „Þetta er flókið mál þar sem arðsemisþættir eru margir. Ég held að arðsemisútreikningar séu gerðir af sanngirni og reynt að ná niðurstöðu þannig. Mér finnst það vega þyngra en pólitíkin.“
Árni Mathiesen (D): „Hægt er að mæla arðsemi í krónum og aurum. Svo eru þeir þættir sem ekki er hægt að meta, eins og mannslíf. Erfitt er að fást við slíka þætti þegar búnir eru til kvarðar um arðsemi. Þá kemur inn pólitískt mat.“
Hvers vegna er miðað við sólarhring en ekki álagstíma, þegar afkastageta Reykjanesbrautar er mæld?
Helgi: „Við notum tvær aðferðir til að meta álag. Þjóðvegir eru mældir yfir sólarhring en teknir eru toppar á álagstímum á vegum í borginni. Á Reykjanesbrautinni eru heldur meiri toppar en í þjóðvegakerfinu, en við notum samt sem áður sólarhringsmælingu því að topparnir eru ekki það miklir að þeir skekki mælinguna.“
Er eðlileg forgangsröð að byrja á jarðgöngum í strjálli byggðum frekar en að tryggja öryggi þúsunda íbúa á Reykjanbrautinni?
Sturla: „Þetta er erfið spurning.“
En væri búið að tvöfalda veginn ef þúsund manns byggju á Suðurnesjum?
„Hér hafa aldrei búið þúsund manns, svo nærri auðlindum sjávar. Staðir eins og Siglufjörður er einnig að nýta auðlindir sjávar, því gilda önnur sjónarmið um jarðgangnagerð en tvöföldun Brautarinnar.“
Árni M.: „Jarðgöngin snúast um að rjúfa einangrun byggða. Þetta er því byggðamál og þar gildir annað mat. Göngin eru á séstakri áætlun og við ættum ekki að blanda þessu tvennu saman þó að vissulega skipti þetta máli í heildarumræðunni.“
Vitum við hvar hættulegasti vegakafli landsins er?
Helgi: „Á hverju ári gerum við lista yfir hættulegastu vegi landsins. Hægt að bæta vegakafla eftir þeim listum. Reykjanesbraut er ekki ein af hættulegustu vegum landsins. Tíðnin slysa er undir landsmeðaltali þó að slysin séu mörg hérna.“
Er heppilegra að ljúka tvöföldun 2003 eða draga það til ársins 2004?
Kristján Pálsson (D): „Því fyrr, því betra. Spurningin er hvort samstaða næst á þingi og nægilegt fjármagn, á svo skömmum tíma. Eins og ég hef áður sagt þá er það tæknilega hægt. Ef verkið hefst vor 2002 þá ná verktakarnir tveimur sumrum í verkið. Íslenskir aðalverktakar segjast geta lokið þessu á einu ári. “
Nú á að auka afkastagetu flugstöðvarinnar, hefur verið gerð könnun um aukið álag á Brautina?
Sturla: „Ekki hefur verið gerð sérstök könnun en við gerum ráð fyrir aukinni umferð vegna stækkunar flugstöðvarinnar.“
Hjálmar: „Það blasir við að ferðaþjónusta aukist um 10% á ári sem þýðir verulega aukna umferð um Brautina. Þetta eru enn frekari rök fyrir þessari framkvæmd.“
Eru Suðurnes hluti af Stór-Reykjavíkursvæðinu eða landsbyggðinni?
Árni M: „Samkvæmt skilgreiningu eru Suðurnes hluti af langdsbyggðinni. Fyrirtæki hér eru hæf til að fá lán frá Byggðastofnun. Almennur skilningur manna er hins vegar að Suðurnes tilheyri ekki landsbyggð og séu heldur ekki hluti af Stór-Reykjavíksvæðinu. Þau eru í alveg sérstökum flokki. a Það þyrfti að búa til Jaðarbyggðastofnun?“, sagði Árni brosandi og salurinn tók gríninu vel. Hann bætti við að hann héldi að Suðurnesjamenn hefðu verið það kraftmiklir, að þeir hefðu verið sjálfum sér nógir. „Ég tel Suðurnesjamenn ekki þurfa sérstakar utanaðkomandi stofnanir til að hjálpa þeim.“
Er ekki hægt að nota peningana sem leggja á í Suðurstrandarveg, í tvöföldun Reykjanesbrautar?
Árni J.: „Ég tel ekki ráðlegt að blanda saman verkefnum. Suðurstrandarvegur er ekki jafn mikilvægur, en samt mikilvægur. Ég tel að lagning vegarins tefji ekki framgang tvöföldunar Reykjanesbrautar og að það mál sé í góðum farvegi.“
Breytist eitthvað ef Reykjavíkurflugvöllur verður lagður niður?
Sturla: „Flutningur flugvallarins breytir engu um framkvæmdir við Reykjanesbraut. Reykjavíkurflugvöllur verður þar sem hann er næstu árin, allavega til ársins 2015 og við getum ekki beðið eftir hvað þeir gera með hann.“
Fara skattar af bifreiðum í vegaframkvæmdir og hvað er það mikið ár ári?
Árni J.: „Já, algerlega en bifreiðaskattar eru um 9-10 milljarðar króna á ári. Vörugjöld og bensínskattur fer hins vegar til almennra nota eins og aðrir ríkisskattar.“
Er hægt að einkavæða Brautina og drífa þetta af í hvelli, sbr. Hvalfjarðargöng?
Árna M: „Nei, held að það komi ekki til greina og flýti ekki fyrir lausn málsins. Sú aðferð tekur alveg jafn langan tíma, þ.e. hönnun, umhverfismat og bygging brautarinnar.“
Kristján: „Nei, ég tel það ekki heppilegt þar sem verkið er komið langt í undirbúningi.“
Hjálmar: „Þegar vegatollur var lagður á hér um árið, þá var kveikt í kofanum. Tryggingafélög ráða yfir digrum sjóði, því skildu þau ekki leggja fram flýtingafé? Mér finnst að við ættum að skoða það alvarlega.“
Sigríður Jóhannesdóttir (S): Ég fór fram á að þetta yrði skoðað á sínum tíma, þó að ég sé nú engin einkavæðingamanneskja. En í þetta eina sinn sem ég stakk upp á slíku, var Ríkið alveg á móti.“
Árni R.: „Nei, það myndi ekki flýta málinu.“
Hvernig væri að fresta stofnun sendiráðs í Japan og setja peninga í Brautina?
Árni Johnsen var með hljóðnemann í höndunum þegar þessi spurning var borin upp, en flýtti sér að sæti Árna M. og bað hann um að svara.
Árni M.: Við erum nýkomin út úr erfiðleikum í sambandi við sjávarútveginn, en við vorum næstum búin að missa fiskimjölsmarkaði okkar. Sendiráð okkar erlendis björguðu því. Auk þess þá er sendiráðið í Japan fjárfesting, við munum ekki tapa þeim peningum. Ég tel ekki skynsamlegt að blanda þessu saman og við þurfum á sendiráðum okkar að halda.“
Er gert ráð fyrir hjólreiðastígum í hönnuninni, þar sem umferð hjólandi ferðamanna er alltaf að aukast?
Árni J.: „Nei, það er ekki gert ráð fyrir þeim. Það er ákveðin forgangsröðun en stefnt er að ljúka bundnu slitlagi áður en að því kemur.“
Á sumrin erum við meira og minna að keyra á einni akgrein vegna þess að verið er að bæta slitlagið. Er von til þess að ástandið batni?
Sturla: „Ég samþykki að ástandið sem við búum við nú er ófullnægjandi. Við eigum engra kosta völ en að tvöfalda brautina og að því er verið að vinna.“
Verður verkinu flýtt til 2004?
Helgi: „Framkvæmdalega séð er hægt að flýta því um eitt ár (þ.e. frá 2006-2005), en það eru ennþá lausir endar í málinu, sérstaklega Hafnarfjarðarmegin.“
Árni J.: „Raunhæft mat er árið 2005 sem þýðir flýtingu um eitt ár.“ ´
Árni Ragnar: „Ég tel raunhæft að flýta verkinu án þess að ýta öðrum verkefnum út. Það er hægt að ljúka því fyrir árslok 2004“, sagði Árni R. og fékk mikið lófaklapp.
Sigríður: „Ég tel raunhæft að miða við vegaáætlun þar sem gert er ráð fyrir verklokum árið 2006. Ég mun styðja ef unnt er að flýta tvöföldun en ég vil ekki gefa fólki falsvonir.“
Hjálmar: „Rökin eru til staðar. Þetta er tæknilega hægt. Pólitískur vilji er til staðar og tvöföldun verður flýtt!“
Kristján: „Það er tvímælalaust hægt að ljúka verkinu til og með ykkar samstöðu þá mun það takast.“
Árni M: „Það er skynsamlegast að taka mið að því sem vegagerðin segir um tæknilegan þátt landsins, sem er styst á 18 mánuðir. Þá er miðað við tvö sumur á fullum framkvæmdum. Tæknilegar forsendur eru fyrir því að verkinu verði lokið 2004. Ef við ætlum að flýta tvöföldun frá 2006 til 2004, verðum við að taka tillit til fleiri þátta, t.d. stöðu á verktakamarkaði og annarra framkvæmda á vegum ríkisins. Vegaáætlun verður endurskoðuð á næsta þingi, 2001/02 en það er fullur vilji hjá þingmönnum að tvöföldun ljúki sem allra fyrst. Í dag getum við engu lofað, en við lofum að reyna okkar besta og við þorum því“, sagði Árni og var um leið að svara spurningu Sigmundar sem hann beindi til þingmanna í upphafi pallborðsumræðna.
Sturla: Ég hef þegar líst því hvernig ég vil vinna að þessu máli en það verður boðið út á næsta ári, þ.e. leiðin frá Kúagerði að Hafnarfirði. Skynsamlegast er að vinna þetta þannig að þegar tilboðin liggja fyrir og endurskoðun á vegaáætlun, þá verði tekin ákvörðun um framkvæmdahraða. Ég vil ekki gefa frekari yfirlýsingar en við ljúkum fyrsta áfanga örugglega 2004. Svo kemur það bara í ljós ef verktakar geta unnið verkið hraðar.“
Árni Matthiesen flutti lokaorð og sagði það hafa verið ánægjulegt að sitja allan fundinn, og átti hann þá við þegar hann rauk út af fundi sem haldin var um Reykjanesbrautina í Svartsengi á síðasta ári.
„Þetta hefur verið góður fundur. Niðurstaða fundarins er sú að tvöföldun hefjist árið 2002 og þingmenn fengu það verkefni að flýta tvöföldun frá 2006 til 2004. Við getum ekki lofað árangri en munum leggjast á skófluna með Sturlu til að verkið verið að veruleika.
Sigmundur Ernir byrjaði á því að undirstrika að allir þingmenn hefðu þegar líst yfir vilja til að flýta tvöföldun Reykjanesbrautar, þeir hefðu tækifæri til þess en spurningin væri hvort þeir þyrðu því.
Eru mannslíf metin þegar forgangsröðun verkefna fer fram?
Helgi Hallgrímsson, vegamálastjóri : „Við tökum tillit til hættulegra vegakafla, þegar mat er lagt á nauðsyn framkvæmda. Ekki eingöngu þar sem mikill hraði er en því miður verða alvarleg slys um allt land, á mis góðum vegum. Einnig er lagt mat á arðsemi vega en það eru margir þættir sem koma inn þegar forgangsröðun fer fram. Það er því rangt að ekki sé lagt mat á mannslíf.“
Er raunhæft að lækkun hámarkshraða í 80 km/klst?
Sturla Böðvarsson (B): „Ég tel það ekki óraunhæft. Við eigum að lækka hraðann á hættulegum vegaköflum.“
Árni Johnsen (D): „Það er fýsilegur kostur.“
Breytir það einhverju ef fólk keyrir framan á hvort annað á 80 eða 90 km hraða?
Helgi: Já, minni hraði dregur úr afleiðingum slysa og hraðaminnkun dregur líka úr líkum á slysi.“
Er hægt að flýta framkvæmdum með lánsfé?
Sturla: „Við gerum ekki ráð fyrir lánum inní vegaframkvæmdum og lög gefa lítið svigrúm til þess. Nú er ekki gert ráða fyrir að taka stór lán fyrir utan það fjármagn sem vegasjóður hefur yfir að ráða.“
Hefur arðsemi tvöföldunar Reykjanesbrautar verið metin?
Hjálmar Árnason (B): „Arðsemi getur verið tvenns konar; mannslíf sem aldrei eru metin til fjár og sú arðsemi sem er þjóðhagslega hagkvæm. Með tvöföldun þá svörum við arðsemi á báðum sviðum.
Árni Ragnar Árnason (D): „Að baki tvöföldun er arðsemissjónarmið en einnig pólitískar ástæður, svo að við séum nú hreinskilin.“
Árni J.: „Þetta er flókið mál þar sem arðsemisþættir eru margir. Ég held að arðsemisútreikningar séu gerðir af sanngirni og reynt að ná niðurstöðu þannig. Mér finnst það vega þyngra en pólitíkin.“
Árni Mathiesen (D): „Hægt er að mæla arðsemi í krónum og aurum. Svo eru þeir þættir sem ekki er hægt að meta, eins og mannslíf. Erfitt er að fást við slíka þætti þegar búnir eru til kvarðar um arðsemi. Þá kemur inn pólitískt mat.“
Hvers vegna er miðað við sólarhring en ekki álagstíma, þegar afkastageta Reykjanesbrautar er mæld?
Helgi: „Við notum tvær aðferðir til að meta álag. Þjóðvegir eru mældir yfir sólarhring en teknir eru toppar á álagstímum á vegum í borginni. Á Reykjanesbrautinni eru heldur meiri toppar en í þjóðvegakerfinu, en við notum samt sem áður sólarhringsmælingu því að topparnir eru ekki það miklir að þeir skekki mælinguna.“
Er eðlileg forgangsröð að byrja á jarðgöngum í strjálli byggðum frekar en að tryggja öryggi þúsunda íbúa á Reykjanbrautinni?
Sturla: „Þetta er erfið spurning.“
En væri búið að tvöfalda veginn ef þúsund manns byggju á Suðurnesjum?
„Hér hafa aldrei búið þúsund manns, svo nærri auðlindum sjávar. Staðir eins og Siglufjörður er einnig að nýta auðlindir sjávar, því gilda önnur sjónarmið um jarðgangnagerð en tvöföldun Brautarinnar.“
Árni M.: „Jarðgöngin snúast um að rjúfa einangrun byggða. Þetta er því byggðamál og þar gildir annað mat. Göngin eru á séstakri áætlun og við ættum ekki að blanda þessu tvennu saman þó að vissulega skipti þetta máli í heildarumræðunni.“
Vitum við hvar hættulegasti vegakafli landsins er?
Helgi: „Á hverju ári gerum við lista yfir hættulegastu vegi landsins. Hægt að bæta vegakafla eftir þeim listum. Reykjanesbraut er ekki ein af hættulegustu vegum landsins. Tíðnin slysa er undir landsmeðaltali þó að slysin séu mörg hérna.“
Er heppilegra að ljúka tvöföldun 2003 eða draga það til ársins 2004?
Kristján Pálsson (D): „Því fyrr, því betra. Spurningin er hvort samstaða næst á þingi og nægilegt fjármagn, á svo skömmum tíma. Eins og ég hef áður sagt þá er það tæknilega hægt. Ef verkið hefst vor 2002 þá ná verktakarnir tveimur sumrum í verkið. Íslenskir aðalverktakar segjast geta lokið þessu á einu ári. “
Nú á að auka afkastagetu flugstöðvarinnar, hefur verið gerð könnun um aukið álag á Brautina?
Sturla: „Ekki hefur verið gerð sérstök könnun en við gerum ráð fyrir aukinni umferð vegna stækkunar flugstöðvarinnar.“
Hjálmar: „Það blasir við að ferðaþjónusta aukist um 10% á ári sem þýðir verulega aukna umferð um Brautina. Þetta eru enn frekari rök fyrir þessari framkvæmd.“
Eru Suðurnes hluti af Stór-Reykjavíkursvæðinu eða landsbyggðinni?
Árni M: „Samkvæmt skilgreiningu eru Suðurnes hluti af langdsbyggðinni. Fyrirtæki hér eru hæf til að fá lán frá Byggðastofnun. Almennur skilningur manna er hins vegar að Suðurnes tilheyri ekki landsbyggð og séu heldur ekki hluti af Stór-Reykjavíksvæðinu. Þau eru í alveg sérstökum flokki. a Það þyrfti að búa til Jaðarbyggðastofnun?“, sagði Árni brosandi og salurinn tók gríninu vel. Hann bætti við að hann héldi að Suðurnesjamenn hefðu verið það kraftmiklir, að þeir hefðu verið sjálfum sér nógir. „Ég tel Suðurnesjamenn ekki þurfa sérstakar utanaðkomandi stofnanir til að hjálpa þeim.“
Er ekki hægt að nota peningana sem leggja á í Suðurstrandarveg, í tvöföldun Reykjanesbrautar?
Árni J.: „Ég tel ekki ráðlegt að blanda saman verkefnum. Suðurstrandarvegur er ekki jafn mikilvægur, en samt mikilvægur. Ég tel að lagning vegarins tefji ekki framgang tvöföldunar Reykjanesbrautar og að það mál sé í góðum farvegi.“
Breytist eitthvað ef Reykjavíkurflugvöllur verður lagður niður?
Sturla: „Flutningur flugvallarins breytir engu um framkvæmdir við Reykjanesbraut. Reykjavíkurflugvöllur verður þar sem hann er næstu árin, allavega til ársins 2015 og við getum ekki beðið eftir hvað þeir gera með hann.“
Fara skattar af bifreiðum í vegaframkvæmdir og hvað er það mikið ár ári?
Árni J.: „Já, algerlega en bifreiðaskattar eru um 9-10 milljarðar króna á ári. Vörugjöld og bensínskattur fer hins vegar til almennra nota eins og aðrir ríkisskattar.“
Er hægt að einkavæða Brautina og drífa þetta af í hvelli, sbr. Hvalfjarðargöng?
Árna M: „Nei, held að það komi ekki til greina og flýti ekki fyrir lausn málsins. Sú aðferð tekur alveg jafn langan tíma, þ.e. hönnun, umhverfismat og bygging brautarinnar.“
Kristján: „Nei, ég tel það ekki heppilegt þar sem verkið er komið langt í undirbúningi.“
Hjálmar: „Þegar vegatollur var lagður á hér um árið, þá var kveikt í kofanum. Tryggingafélög ráða yfir digrum sjóði, því skildu þau ekki leggja fram flýtingafé? Mér finnst að við ættum að skoða það alvarlega.“
Sigríður Jóhannesdóttir (S): Ég fór fram á að þetta yrði skoðað á sínum tíma, þó að ég sé nú engin einkavæðingamanneskja. En í þetta eina sinn sem ég stakk upp á slíku, var Ríkið alveg á móti.“
Árni R.: „Nei, það myndi ekki flýta málinu.“
Hvernig væri að fresta stofnun sendiráðs í Japan og setja peninga í Brautina?
Árni Johnsen var með hljóðnemann í höndunum þegar þessi spurning var borin upp, en flýtti sér að sæti Árna M. og bað hann um að svara.
Árni M.: Við erum nýkomin út úr erfiðleikum í sambandi við sjávarútveginn, en við vorum næstum búin að missa fiskimjölsmarkaði okkar. Sendiráð okkar erlendis björguðu því. Auk þess þá er sendiráðið í Japan fjárfesting, við munum ekki tapa þeim peningum. Ég tel ekki skynsamlegt að blanda þessu saman og við þurfum á sendiráðum okkar að halda.“
Er gert ráð fyrir hjólreiðastígum í hönnuninni, þar sem umferð hjólandi ferðamanna er alltaf að aukast?
Árni J.: „Nei, það er ekki gert ráð fyrir þeim. Það er ákveðin forgangsröðun en stefnt er að ljúka bundnu slitlagi áður en að því kemur.“
Á sumrin erum við meira og minna að keyra á einni akgrein vegna þess að verið er að bæta slitlagið. Er von til þess að ástandið batni?
Sturla: „Ég samþykki að ástandið sem við búum við nú er ófullnægjandi. Við eigum engra kosta völ en að tvöfalda brautina og að því er verið að vinna.“
Verður verkinu flýtt til 2004?
Helgi: „Framkvæmdalega séð er hægt að flýta því um eitt ár (þ.e. frá 2006-2005), en það eru ennþá lausir endar í málinu, sérstaklega Hafnarfjarðarmegin.“
Árni J.: „Raunhæft mat er árið 2005 sem þýðir flýtingu um eitt ár.“ ´
Árni Ragnar: „Ég tel raunhæft að flýta verkinu án þess að ýta öðrum verkefnum út. Það er hægt að ljúka því fyrir árslok 2004“, sagði Árni R. og fékk mikið lófaklapp.
Sigríður: „Ég tel raunhæft að miða við vegaáætlun þar sem gert er ráð fyrir verklokum árið 2006. Ég mun styðja ef unnt er að flýta tvöföldun en ég vil ekki gefa fólki falsvonir.“
Hjálmar: „Rökin eru til staðar. Þetta er tæknilega hægt. Pólitískur vilji er til staðar og tvöföldun verður flýtt!“
Kristján: „Það er tvímælalaust hægt að ljúka verkinu til og með ykkar samstöðu þá mun það takast.“
Árni M: „Það er skynsamlegast að taka mið að því sem vegagerðin segir um tæknilegan þátt landsins, sem er styst á 18 mánuðir. Þá er miðað við tvö sumur á fullum framkvæmdum. Tæknilegar forsendur eru fyrir því að verkinu verði lokið 2004. Ef við ætlum að flýta tvöföldun frá 2006 til 2004, verðum við að taka tillit til fleiri þátta, t.d. stöðu á verktakamarkaði og annarra framkvæmda á vegum ríkisins. Vegaáætlun verður endurskoðuð á næsta þingi, 2001/02 en það er fullur vilji hjá þingmönnum að tvöföldun ljúki sem allra fyrst. Í dag getum við engu lofað, en við lofum að reyna okkar besta og við þorum því“, sagði Árni og var um leið að svara spurningu Sigmundar sem hann beindi til þingmanna í upphafi pallborðsumræðna.
Sturla: Ég hef þegar líst því hvernig ég vil vinna að þessu máli en það verður boðið út á næsta ári, þ.e. leiðin frá Kúagerði að Hafnarfirði. Skynsamlegast er að vinna þetta þannig að þegar tilboðin liggja fyrir og endurskoðun á vegaáætlun, þá verði tekin ákvörðun um framkvæmdahraða. Ég vil ekki gefa frekari yfirlýsingar en við ljúkum fyrsta áfanga örugglega 2004. Svo kemur það bara í ljós ef verktakar geta unnið verkið hraðar.“
Árni Matthiesen flutti lokaorð og sagði það hafa verið ánægjulegt að sitja allan fundinn, og átti hann þá við þegar hann rauk út af fundi sem haldin var um Reykjanesbrautina í Svartsengi á síðasta ári.
„Þetta hefur verið góður fundur. Niðurstaða fundarins er sú að tvöföldun hefjist árið 2002 og þingmenn fengu það verkefni að flýta tvöföldun frá 2006 til 2004. Við getum ekki lofað árangri en munum leggjast á skófluna með Sturlu til að verkið verið að veruleika.