Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þingmenn heimsækja Garðinn
Föstudagur 4. nóvember 2005 kl. 12:03

Þingmenn heimsækja Garðinn

Í vikunni komu þingmenn Suðurkjördæmis í heimsókn í Garðinn og áttu fund með bæjarstjórn á Flösinni. Á fundinum lögðu bæjarfulltrúar einkum áherslu á tvö hagsmunamál Garðmanna. Fyrra málið var kynning á stækkun Byggðasafnsins þ.e. hvað sú uppbygging hefur mikið að segja fyrir bæjarfélagið.

Hitt málið sem kynnt var var fyrirhuguð uppbygging Menningaseturs að Útskálum. Lögð var áhersla á hversu mikið atriði það væri fyrir Garðmenn og Suðurnesin í heild sinni að sú framkvæmd yrði að veruleika.

Þá voru þingmenn hvattir til að gera það sem þeir geta til að styrkja þessi mál Garðbúa. Þingmenn voru mjög jákvæðir á fundinum og lýstu yfir ánægju sinni með þróun mála í Garðinum.

sv-gardur.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024