Þingmenn á ferð í Grindavík
Þingmenn Samfylkingarinnar voru á ferðinni í Grindavík á föstudaginn, þau Ingibjörg S. Gísladóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Kristján Möller og Lúðvík Bergvinsson. Bæjarstjórinn Ólafur Ö Ólafsson ásamt Garðari P. Vignissyni bæjarfulltrúa (s) tóku á móti þeim í Saltfisksetrinu og buðu uppá kaffi og upplýstu þingmenn um stöðu mála eftir stórbrunann hjá Samherja.
Tók Ólafur fram að ekkert yrði dregið úr áframhaldandi uppbygginngar Grindavíkurhafnar og nefndi í því sambandi að á bæjarstórnarfundi á miðvikudag var tekið tilboði G Arasonar í stálþil á klæðningu löndunar- og útskipunarbryggju við athafnasvæði Samherja h/f.Fyrir liggur að bjóða út verkið en þess má geta að kostnaður við stálþilið er um 40 miljónir króna.
Frá þessu greinir á vef Grindavíkurbæjar.