Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þingmaður Frjálslyndra: Sædýrasafn í Sandgerði góður kostur
Miðvikudagur 23. júní 2004 kl. 14:38

Þingmaður Frjálslyndra: Sædýrasafn í Sandgerði góður kostur

Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins gerir Sædýrasafn í Sandgerði að umtalsefni í grein sem birtist á vef Víkurfrétta vf.is. Greinina skrifar Magnús sem svar við pistli Kallsins á kassanum sem birtist á vefnum í gær. Magnús segir í grein sinni að fagna beri samþykkt Alþingis í vor um að fela ríkisstjórninni að kanna kosti og hagkvæmni þess að byggt yrði veglegt sædýrasafn hér á landi. Slík söfn séu vinsæl víða erlendis og hafi mikið aðdráttarafl, bæði fyrir skólafólk sem og innlenda og erlenda ferðamenn.
„Ég tel að ef vel yrði að slíku safni staðið, þá ætti það að geta orðið jafn heillandi og Bláa lónið. Sandgerði yrði góður staður. Þar eru þegar stundaðar rannsóknir á sjávarlífverum sem lifa umhverfis Ísland. Sandgerði er falleg fiskihöfn þar sem áreiðanlega yrði mikið líf og fjör ef kvótakerfinu yrði breytt eins og lagt er til hér fyrir ofan. Þar er til staðar fiskvinnlufyrirtæki og fiskmarkaður. Þetta mætti allt tengja saman og gera Sandgerði að frábærum og einum allsherjar sýningarglugga fyrir hið ríka lífríki í hafinu umhverfis Ísland, íslenskan sjávarútveg og menningu tengda honum.
Sædýrasafnið í Sandgerði yrði lyftistöng fyrir ferðamál á Suðurnesjum, auk þess sem það gæti styrkt svæðið sem miðstöð fyrir rannsóknir í sjávarlíffræði hér á landi,“ segir Magnús Þór í grein sinni á vef Víkurfrétta.

Grein Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024