Þinglýstu 90 kaupsamningum í nóvember
Á Suðurnesjum var 90 kaupsamningum þinglýst í nóvember, segir í frétt frá Þjóðskrá Íslands. Þar af voru 45 samningar um eignir í fjölbýli, 33 samningar um eignir í sérbýli og 12 samningar um annars konar eignir.
Heildarveltan var 3.231 milljón króna og meðalupphæð á samning 35,9 milljónir króna.
Af þessum 90 voru 67 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 42 samningar um eignir í fjölbýli, 20 samningar um eignir í sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir.
Af þessum 90 voru 67 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 42 samningar um eignir í fjölbýli, 20 samningar um eignir í sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir.
Heildarveltan var 2.550 milljónir króna og meðalupphæð á samning 38,1 milljón króna.