Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þéttur snjókomubakki á leið til Keflavíkur
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vekur athygli á þessum myndarlega snjókomubakka sem mun renna sér yfir Suðurnes í dag með þéttri snjókomu.
Fimmtudagur 27. febrúar 2020 kl. 13:19

Þéttur snjókomubakki á leið til Keflavíkur

Greinilegur snjókomubakki sést á ratsjánni kl. 12:35. Vindáttin í 1.000 til 3.000 m hæð er suðaustan. Bakkinn stefnir því á Suðurnes og fer líklega vaxandi, segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, í færslu á fésbókinni.

Hann segir að þétt snjókoma verði Keflvík og þar í grennd frá kl. 14-15 og sennilega 13-16 m/s vindur með og talsvert blint. Þá segir hann að það taki snjókomubakkann um þrjár til fjórar klukkustundir að ganga yfir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Höfuðborgarsvæðið sleppur sennilega við snjó, litlu munar þó s.s. í Hafnarfirði. En hvessir hins vegar í kvöld og þá fer létta mjöllin frá í morgun auðveldlega af stað.