Fréttir

Þetta var mest lesið í vikunni á VF
Laugardagur 27. september 2014 kl. 19:21

Þetta var mest lesið í vikunni á VF

– Þetta hefur verið vinsælast síðustu sjö daga á vf.is

Tugþúsundir lesa Víkurfréttir á vefnum, vf.is, í hverri viku. Vinsælasta efnið síðustu sjö sólarhringa má sjá hér að neðan.

1. sæti:
Fréttir | 23. september 2014 16:54
Reyndi að hrifsa 14 ára dreng upp í jeppabifreið

Karlmaður reyndi að lokka 14 ára dreng upp í rauða jeppabifreið sína í miðbæ Reykjanesbæjar í gærkvöldi. Maðurinn stöðvaði bíl sinn og skrúfaði niður rúðuna farþegamegin við hlið drengsins sem var á gangi heim af íþróttaæfingu. Hann bauð drengnum sælgæti sem hann afþakkaði. Maðurinn brást ókvæða við og stökk yfir í farþegasætið og reyndi að hrifsa í öxlina á drengnum sem brást rétt við, hljóp undan og lét öllum illum látum.

Sjá alla fréttina

2. sæti:
Aðsent | 18. september 2014 13:28
Heimanám virkar

Finnst þér fara of mikill tími í heimanám? Kanntu tíu mínútna regluna í heimanámi?

Reglan er afar einföld. Margfaldaðu bekkinn sem barnið þitt er í með 10 og þá ertu kominn með grófa viðmiðunartölu um hversu löngum tíma barnið þitt ætti að verja í heimanám. Barn í fyrsta bekk lærir þá að hámarki heima í 10-20 mínútur, í öðrum bekk í 20 mínútur og svo koll af kolli. Reglan gildir upp í sjötta bekk. Nemendur í 7.- 10. bekk ættu ekki að verja meiri tíma til heimanáms en 60-90 mínútur á dag að algeru hámarki. Ástæðan fyrir því er einföld. Margar rannsóknir benda til að of mikið heimanám geti valdið námsleiða og hafi truflandi áhrif á fjölskyldulífið og félagslíf barnsins. Notkun reglunnar er útbreidd um allan heim og er til dæmis ráðlögð af NEA (National Education Association) í Bandaríkjunum.

Sjá alla greinina

3. sæti:
Fréttir | 24. september 2014 09:45
Fjármálastjóri Fríhafnarinnar segir upp

Fjámálastjóri Fríhafnarinnar, Ásta Friðriksdóttir, hefur sagt upp störfum og er því annar fulltrúi framkvæmdastjórnar fyrirtækisins sem segir upp á skömmum tíma. Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar lét af störfum 3. september síðastliðinn. Hvorug þeirra vildi tjá sig nánar um uppsagnirnar þegar Víkurfréttir leituðu eftir því.

Sjá alla fréttina

4. sæti:
Veröld | 25. september 2014 10:10
VefTV: Krossbrá við vinnustaðahrekk

Keflvíkingurinn Viktor Guðnason var hrekktur hressilega af vinnufélögum sínum hjá Innkaupadeild ITS í Flugstöðinni á dögunum. Vinnufélagarnir höfðu þá límt þokulúður undir stól Viktors sem var nýkominn úr vinnuferð erlendis frá. Viktor var aðgjörlega grunlaus þegar hann fékk sér sæti í rólegheitunum með kaffibollann, en honum krossbrá svo auðvitað þegar lúðurinn gall með látum eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

Sjá alla fréttina

5. sæti:
Fréttir | 24. september 2014 10:50
„Hvað þolir ekki dagsbirtu?“

„Ég sætti mig við að verða undir í samkeppni, en ekki að leikreglur í svo mikilvægri keppni séu bæði óskýrar og ógegnsæjar,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, í aðsendri grein í Markaðnum í dag. Fyrr í mánuðinum var fyrirtækinu tilkynnt að það yrði ekki fyrsti valkostur þegar kæmi að samningaviðræðum við Isavia um veitingarekstur í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Sjá alla fréttina

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024