Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 1. febrúar 2001 kl. 09:44

„Þetta óréttlæti verður leiðrétt“, segir Kristján Gunnarsson

Starfsmenn Reykjanesbæjar í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, eru ósáttir við þá eingreiðslu sem þeir fengu nú um áramótin og krefjast leiðréttingar. Hópurinn hyggst funda nk. föstudag í húsnæði verkalýðsfélagsins og einhver röskun kann því að verða á þjónustu þeirra.

Um áramótin var gerður samningur við verkalýðsfélögin á öllu landinu vegna bæjarstarfsmanna og samið um eingreiðslu upp á 6000 kr. Nokkrum dögum siðar var gerður kjarasamningur við starfsmannafélögin og fengu þau 18,200 kr. eingreiðslu, þrátt fyrir að það væru sömu forsendur í samningunum.
„Þarna er um að ræða fólk sem vinnur við sömu störf. Við þetta sætta félagsmenn mínir sig ekki og vilja fá jöfnuð hvað þetta varðar“, segir Kristján Gunnarsson formaður VSFK
Forystumenn verkalýðsfélagsins hafa þegar rætt við bæjarstjóra Reykjanesbæjar og Kristján segir hann að að mörgu leyti hafa tekið vel undir kröfuna sem slíka. „Bæjarstjóri segir hendur sínar bundnar af launanefnd sveitarfélaga, sem fer með alræðisvald í málinu. Fólkið hefur ákveðið að funda og krefjst skýringa á föstudsagsmorgun og er ljóst að nokkur röskun gæti orðið á þjónustu, sem fer mjög fyrir bjróstið á yfirmönnum stofnana bæjarins. Nú er beðið eftir niðurstöðu launanefndar svetiarfélaga sem getur ráðið úrslitum í málinu.“
„Unnið að því að fá þennan mismun leiðréttan, hvort það tekst núna með samkomulagi eða hvort að þetta þurfi að bíða næstu kjarasamninga en þeir voru lausir nú um áramótin. Við ætlum okkur að ná þessu, það er hreinar línur. Þetta óréttlæti verður leiðrétt“, segir Kristján.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024