Þetta kostar að leigja á Suðurnesjum
Þjóðskrá Íslands birtir reglulegar upplýsingar um leiguverð á landinu. Teknar hafa verið saman upplýsingar um leiguverð eftir staðsetningu og stærðarflokkum fasteigna á landinu í febrúar 2019.
Á Suðurnesjum er fermetraverðið 3881 króna fyrir stúdíóíbúð, 2327 krónur fyrir fermetra í 2ja herbergja íbúð, 2091 króna fyrir fermetra í 3ja herbergja íbúð og 1521 króna fyrir fermetra í 4-5 herbergja íbúð.