Þetta er það sem allir vildu sjá!

Sólsetrið á Garðskaga í kvöld sveik ekki nokkrun mann sem mætti á sólseturshátíðina í Garði. Eftir að hafa horfið á bakvið ský birtist allt í einu mikilfenglegur sólroði á himni þar sem sólin settist á bakvið fjöllin á Snæfellsnesi.
Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson, var á Garðskaga við sólsetur og hér eru nokkrar af þeim myndum sem teknar voru þegar sólin var að setjast í kvöld.

Fólk kom sér fyrir á sjóvarnagörðunum á Garðskaga til að fylgjast með sólargeislunum.

Birtan var sérstök í kvöld þegar sólin settist á bakvið Snæfellsnesfjallgarðinn.

Hérna gyllir sólin topp Snæfellsjökuls.

Eftir nokkuð léttskýjaðan dag á Garðskaga í gær þá urðu skýin þétt skömmu fyrir sólsetur. Aðeins appelsínugul rönd út við sjóndeildarhringinn.

Sólsetrið var gríðarlega fallegt á Garðskaga í kvöld. Þessi mynd er tekin á Nokia N8 farsíma sem státar af bestu myndavél sem möguleg er í farsíma í dag.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson






