Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þetta er það sem allir eru að reyna að sjá núna
Þriðjudagur 5. júní 2012 kl. 23:33

Þetta er það sem allir eru að reyna að sjá núna


Þverganga Venusar yfir Sólina er sögð vera einn sjaldgæfasti viðburðurinn í okkar sólkerfi. Gangan hófst kl. 22:04 og lýkur kl. 4:54 í fyrramálið. Auðvitað láta Víkurfréttir sig ekki vanta í þessa göngu enda næsta tækifæri eftir 235 ár.

Meðfylgjandi myndir af þvergöngunni voru teknar núna á tólfta tímanum í kvöld. Ekki að það sjáist á myndunum en þá voru þær teknar frá nýjum höfuðstöðvum Víkurfrétta við Krossmóa í Reykjanesbæ með ódýrri 300 mm. linsu á Canon EOS 5D. Dökki punkurinn á Sólinni er sem sagt Venus en ekki rykkorn á myndflögunni.

VF-myndir: Hilmar Bragi


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024