Þetta er mjög undarlegt veður!
„Þetta er mjög undarlegt veður, staðbundið en snjókoma nær líka til Reykjavíkur, en þar 10 m/s og skárra skyggni,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur á vefsíðu sinni um óveðrið sem geisar núna á Suðurnesjum.
„LÆGÐIN OFAN Í KEFLAVÍK - MIKILL BYLUR Margir hringir á þrýstikortinu. Þetta er gamla lægðin sem hefur verið að dóla fyrir vestan Reykjanes í allan dag. Blindbylur á Keflavíkurflugvelli, 300 m skyggni mikil snjókoma og NA-stormur. Þetta er mjög undarlegt veður, staðbundið en snjókoma nær líka til Reykjavíkur, en þar 10 m/s og skárra skyggni. Hlaðið þar niður snjó síðustu klukkustundirnar. Lægðin virðist mjakast til austurs, kominn þæfingur á Hellisheiði. Aukinn vindur síðar í kvöld á höfuðborgarsvæðinu, einkum Álftanesi og Seltjarnarnesi og einnig á Kjalarnesi.