Fréttir

Þetta er bara eins og fjölskylda - mín fjölskylda
Sunnudagur 3. maí 2015 kl. 09:00

Þetta er bara eins og fjölskylda - mín fjölskylda

Thelma, 17 ára, segir fósturheimilið skipta sig miklu máli.

Thelma Hafrós Hinriksóttir er 17 ára og hefur dvalið á fósturheimilinu Akurhúsum hjá hjá Karen Jónsdóttur og Vilhjálmi Einarssyni í átta ár. Hún þurfti að skipta um fósturheimili, var áður rétt hjá Borgarnesi. Foreldrar hennar voru í neyslu þegar hún var lítil og ekki með aðstöðu til að hafa hana. Hún heldur sambandi við þau í dag og svo á hún tvær systur og einn bróður í Reykjanesbæ. „Ég hef búin að vera mjög ánægð hér og gæti ekki hugsað mér að vera annars staðar. Hér eru eru allir svo góðir og svo gaman að vera hérna, alveg yndislegt. Það sem gerir þetta að góðum stað er hversu allir eru góðir vinir hérna. Þetta er bara eins og fjölskylda, mín fjölskylda.“ 
 
 
Thelma ásamt fóstursystur sinni Árnýju Ingu. Ærnar voru alveg við það að bera. 
 
Hestarnir í uppáhaldi
Thelma stundar nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og fær far á milli með kærastanum sínum, sem einnig býr í Garðinum. Spurð segist Thelma örugglega mega vera eins lengi á fósturheimilinu og hún vill. „Villi og Karen eru mjög skemmtilegt, fjörugt og æðislegt fólk. Það er líka mjög gott að umgangast dýrin sem eru hér. Hestarnir eru í uppáhaldi, ég elska hesta.“ Thelmu finnst skipta miklu máli fyrir börn í svipaðri stöðu og hún var að komast á svona gott fósturheimili. „Ég væri ekki sú sem ég er í dag ef ég hefði ekki komið hingað. Ég væri að gera eitthvað allt annað. Ég er uppalin hér.“ 
 
VF/Olga Björt
VF/Myndir Hilmar Bragi og Olga Björt
Public deli
Public deli