Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þessi veitingafyrirtæki eru að bjóða Suðurnesjafólki afslætti
Laugardagur 10. febrúar 2024 kl. 13:03

Þessi veitingafyrirtæki eru að bjóða Suðurnesjafólki afslætti

Aðgerðastjórn almannavarna á Suðurnesjum biðlaði til veitingafyrirtækja á Suðurnesjum að bjóða tilboð á mat til að létta álagi af rafdreifikerfum í íbúðabyggðum á svæðinu. Eftirtalin fyrirtæki hafa brugðist við kallinu:

Þegar hefur ISSI FISH&CHIPS á Fitum í Reykjanesbæ brugðist við og er með tilboð á venjulegum fiskrétti á kr. 2200 frá kl. 18:00 til 20:00.




Nettó Krossmóa er að bjóða upp á heilgrillaðan kjúkling á 50% afslætti á meðan birgðir endast.


Langbest býður 15% afslátt af öllum pizzum (Fyrir utan sér pizzatilboðin) í allan dag.

Antons Mamma Mia við Hafnargötu í Keflavík býður uppá TAKE AWAY TILBOÐ í þessu ástandi og ætla að vera með 2 x pizzur af matseðli ásamt brauðstöngum á 4990,- gildir eingöngu í TAKE AWAY.

Stapagrill í Innri-Njarðvík er með laugardags-fjölskyldutilboð á 5990 kr. Þá er Stapagrill einnig með 10% afslátt af öllu á matseðli vegna ástandsins sem nú ríkir.

Public deli á Ásbrú er með Fjölskyldutilboð á 16" pizzum Public deli pizza, Kjötveisla, Fajita + 15 stk vængir. Þú velur eina pizzu +15 kjúklingavængi á 6990 og 2 fyrir 1 Brió eða Gull Lite Premium.

KEF Restaurant mun bjóða upp á KEF Burger & franskar á aðeins 3.200kr í TAKE AWAY í hádeginu og á kvöldin meðan ástandið varir. Síminn er 420 7011

Fiskbarinn á Hotel Berg býður 30% afslátt af mat og drykk. Opnunartími 17:30 til 21:30.

Bæjarins Beztu fjölskyldan bjóða íbúum Suðurnesja upp á 2 fyrir 1 á Bæjarins Beztu á Orkunni, Fitjum Njarvík.

Pólskur Matur, Hringbraut í Keflavík. Vegna skorts á hitaveitu og með það í huga að minnka álag á rafmagnsnotkun á heimilum á Reykjanesinu erum við að bjóða 10% afslátt a heitum pólskum mat fyrir Suðurnesjafólk. Allir velkomnir.

Sbarro Fitjum (Orkan) ætlaað bjóða Suðurnesjum uppá 2 fyrir 1 af öllum New York pizzu sneiðum yfir helgina.

Athugið: Veitingafyrirtæki geta sent sín tilboð á [email protected] um helgina. Ekki er tekið á móti þessum tilkynningum í gegnum síma. Listinn verður uppfærður aftur síðar í dag.
-
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024