Þessi gerðu Garðinn snyrtilegan
Í gær voru afhent verðlaun umhverfisnefndar bæjarins í Garðinum fyrir snyrtilegt umhverfi. Verðlaunin voru afhent á veitingahúsinu Tveir vitar sem er í húsi Byggðarsafnsins.
Þeir sem hlutu verðlaun umhverfisnefndar þetta árið voru:
Verðlaunagarður 2011
Garðbraut 52 - Ester Guðmundsdóttir og Sigurður Guðmundsson hljóta verðlaun fyrir fallegan og litríkan garð.
Viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi
Einholt 8 –Sveinbjörg Þóra Gunnarsdóttir og Sævar Leifsson hljóta viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi.
Garðbraut 23 – Halla Þórhallsdóttir og Magnús Helgi Guðmundsson hljóta viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi.
Viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi
Fiskvinnslufyrirtækið Nesfiskur hlýtur viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi við Gerðaveg 32.
VF-Mynd: HBB