Þemadagar í Njarðvíkurskóla
Dagana 22.-24. febrúar verður hefðbundið skólastarf Njarðvíkurskóla brotið upp. Í stað þess vinna nemendur að þemaverkefni, sem ber heitið 1000 ára afmæli kristnitökunnar á Íslandi.Þemadögunum lýkur með sýningu á sal, sem verður öllum opin föstudaginn 25. febrúar frá kl. 17-20 og laugardag frá kl. 13-16. Sýningargestir geta fengið sér hressingu og nemendur 10. bekkjar munu annast kaffisölu.Þemadagar eru árvissir í Njarðvíkurskóla og vinna nemenda og sýningar hafa oft verið sérlega góðar. Við hvetjum foreldra, aðra aðstandendur nemenda svo og aðra sem áhuga hafa, að koma og sjá sýninguna. Það verður örugglega þess virði. Hittumst yfir kaffibolla í Njarðvíkurskóla.Heimasíða verkefnisins er : http://njardvik.is/tema.html og heimasíða Njarðvíkurskóla er: http://www.njardvik.is