Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þemadagar í Holtaskóla
Þriðjudagur 22. mars 2005 kl. 16:04

Þemadagar í Holtaskóla

Skólastarf í Holtaskóla var með óvenjulegu sniði vikuna 14 - 18. mars sl. en þá voru haldnir þemadagar þar sem kennsla var brotin upp.

Nemendur unnu að verkefnum sem tengdust þjóðsögum og var afurðin til sýnis í skólanum á árshátíðardaginn 18. mars sl.

Að auki leyfðu nemendur bæjarbúum að njóta afrakstursins með því að heimsækja fyrirtæki og stofnanir og flytja þjóðsögur.

Nemendur í 5. - 7. bekk Holtaskóla heimsóttu m.a. bæjarskrifstofur í Kjarna 16. mars sl. og fluttu fyrir þá þjóðsöguna 18 skólabræður við góðar undirtektir.

Af vef Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024