Þemadagar í FS
Þemadagar Fjölbrautaskóla Suðurnesja hófust í gær. Yfirskriftin að þessu sinni er „Líf og leikur“ og er áhersla á forvarnir og tómstundir. Meðal þess sem er á dagskránni er að hætta að reykja, júdó, sjálfsstyrking, pílukast, balkandansar o.fl. Þá rekur starfsdeildin kaffihús alla þemadagana.