Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 30. janúar 2002 kl. 16:10

„Þekking stúdenta í þágu þjóðar”

Stúdentaráð Háskóla Íslands, Sandgerðisbær og Grindavíkurbær hafa gert með sér samning um stofnun styrktarsjóðs sem á að veita stúdentum við Háskóla Íslands styrki til að vinna að verkefnum í Fræðasetrinu í Sandgerði eða Náttúrustofu Reykjaness. Bæði bæjarfélögin lögðu 200.000 krónur í verkefnið og Byggðastofnun kemur með mótframlag að upphæð 600.000 krónur. Styrktarsjóðurinn „Þekking stúdenta í þágu þjóðar" er stofnaður af frumkvæði Stúdentaráðs sem hefur fengið tíu sveitafélög í lið með sér, sem samtals leggja fram tvær milljónir, en Byggðastofnun leggur til þrjár milljónir í sjóðinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024