Þekking á aðstæðum flóttafólks og hælisleitenda dýpkuð
Fagfólk Reykjanesbæjar fékk í síðustu viku tækifæri til þess að dýpka þekkingu sína á aðstæðum flóttafólks og hælisleitenda og skerpa fagvitund sína. Auður Ósk Guðmundsdóttir félagsráðgjafi, fjölskyldumeðferðarfræðingur og handleiðari hélt heilsdagsnámskeið fyrir um 70 manns í Hljómahöll. Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnisstjóri fjölmenningamála segir á vef Reykjanesbæjar að námskeiðið nýtast fagfólki á margan hátt.
Á námskeiðinu var farið yfir aðferðir og leiðir til þess að styðja við einstaklinga og fjölskyldur sem hafa upplifað áföll og pyntingar. Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála segist þess fullviss að námskeiðið hafi aukið skilning fólks á þeim aðstæðum sem flóttafólk hefur búið við og afleiðingum þess ,,Það muni jafnframt nýtast í stuðningi við aðra íbúa sveitarfélagsins sem hafa upplifað áföll og búið við erfiðar aðstæður.“
Auður Ósk hefur síðasta áratuginn starfað í Skotlandi, áður sem sérfræðingur í barnavernd en nú fyrir félagasamtökin Freedom from torture í Skotlandi sem meðferðaraðili.
Auk sérfræðinga á velferðar- og fræðslusviði tók starfsfólk þjónustuvers Reykjanesbæjar þátt í námskeiðinu og fulltrúar frá leik- og grunnskólum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja átti þar jafnframt fulltrúa sem og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Suðurnesjabær.