Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þaulsetnasta karlavígi Keflavíkur fallið!
Mánudagur 27. febrúar 2017 kl. 13:47

Þaulsetnasta karlavígi Keflavíkur fallið!

- Fyrsta konan í slökkviliðið 104 árum eftir stofnun þess

Það tók næstum 104 ár að fella eitt þaulsetnasta karlavígið í Reykjanesbæ. Slökkvilið var stofnað í Keflavík árið 1913 og núna árið 2017 hefur fyrsta konan verið ráðin til starfa hjá Brunavörnum Suðurnesja sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Hún heitir Lóa Dís Másdóttir og starfaði síðast sem lögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
 
Lóa Dís var með menntun sem sjúkraflutningamaður en hefur undanfarið náð sér í menntun í slökkviliðsfræðum. Fyrsta vaktin hennar var á mánudagskvöldið í síðustu viku en þá var meðfylgjandi mynd tekni af vaktinni hennar. 
 
Á myndinni með Lóu Dís eru þeir Bjarni Rúnar Rafnsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, Aron Rúnarsson slökkviliðsmaður og Herbert Eyjólfsson varðstjóri. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024