Þau sem sækja skólaúrræði utan skólahverfis fá strætókort
Meirihluti bæjaráðs Reykjanesbæjar hefur samþykkt að þeir nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar sem þurfa að sækja skólaúrræði utan skólahverfis eigi rétt á strætókorti. Jafnframt samþykkir meirihluti bæjarráðs að nemendur í 1.-10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar sem búa í meira en 1,5 km göngufjarlægð frá hverfisskóla sínum fái jafnframt strætókort án endurgjalds.
Böðvar Jónsson og Árni Sigfússon lögðu fram eftirfarandi bókun á fundi bæjarráðs fyrir helgi: „Við undirritaðir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sitjum hjá við afgreiðslu málsins þar sem við höfum frá upphafi lagst gegn gjaldtöku í strætó og tökum því ekki afstöðu til útfærslu á henni.
Böðvar Jónsson og Árni Sigfússon“.