Þátttöku hætt að rekstri skíðasvæða
Flest sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa að undanförnu ákveðið að hætta þáttöku sinni að rekstri skíðasvæða höfðuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum. Eysteinn Jónsson, bæjarfulltrúi A-lista vakti máls á þessu á bæjarstjórnarfundi sem stendur yfir í Reykjanesbæ þessa stundina en hann ákvað að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um málið þegar það kom fyrir bæjarráð.
Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs, segir Reykjanesbæ hafa í 10 ár tekið þátt í rekstri skíðasvæðanna og ráðstafað á bilinu 70-80 milljónum í það. Hins vegar hefði verið ákveðið að koma ekki að frekari fjárfestingu sem framundan væri við uppbyggingu skíðasvæðanna.
Fram kom í máli Steinþórs Jónssonar, bæjarfulltrúa D-lista, að skíðasvæðin hefðu ekki nýst sem skyldi vegna þjónustu- og snjóleysis undanfarin ár.
Mynd úr safni: Frá bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ.