Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þátttaka í prófkjöri Sjálfstæðismanna þriðjungi minni en síðast
Laugardagur 14. mars 2009 kl. 19:10

Þátttaka í prófkjöri Sjálfstæðismanna þriðjungi minni en síðast

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tæplega 1700 manns tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í bæjarfélögunum á Suðurnesjum í dag en því lauk klukkan sex í kvöld. Tölur verða birtar á miðnætti í kvöld og greint frá úrslitum í prófkjörinu á Selfossi þar sem allir frambjóðendur munu koma saman.

Magnea Guðmundsdóttir í undirkjörstjórn segir að prófkjörið hafi gengið vel þó ljóst sé að þátttaka sé aðeins minni en síðast en þá hafi reyndar verið met þátttaka. Útlit var fyrir að tölur yrðu ekki birtar fyrr en á morgun en það rofaði til yfir Eyjum og tókst að koma gögnum úr prófkjörinu þaðan komst upp á land.