Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þannig fór með sjóferð þá - segir Páll Valur
Páll Valur fékk viðurkenningu fyrir að vekja athylgi á málefnum barna á Alþingi.
Sunnudagur 30. október 2016 kl. 16:18

Þannig fór með sjóferð þá - segir Páll Valur

„Þannig fór með sjóferð þá, hún var eitthvað styttri hjá mér en vonir stóðu til en svona er nú lífið. Mig langar að þakka öllum þeim sem höfðu trú á mér og greiddu mér atkvæði sitt, fyrir það traust er ég svo óendanlega þakklátur með hjartað fullt af auðmýkt,“ segir Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar en hann náði ekki endurkjöri í þessum kosningum.

Grindvíkingurinn hefur verið vinsæll og þótti standa sig vel í kosningabaráttunni en það dugði ekki til og Páll segir að þessi þrjú og hálft ár hafi verið ótrúleg hvernig sem á það er litið.

„Gríðarlega krefjandi, lærdómsrík og langoftast skemmtileg. Það eru alltaf vonbrigði þegar að maður nær ekki markmiðum sínum og þannig er það hjá mér núna en það eru kjósendur sem eiga síðasta orðið og við það sætti ég mig fullkomlega.
Þegar á allt er litið þá er ég mjög ánægður með störf mín sem þingmaður, ég stóð við það sem ég ætlaði mér, að vera umburðarlyndur, sáttfús, sveigjanlegur og að bera virðingu fyrir samtarfsmönnum mínum hvar sem í flokki þeir standa.
Ég fékk nú á þessu þingi eina þingsályktunartillögu, eitt frumvarp og eina breytingartillögu samþykkta sem minnihluta-þingmaður (sem er frekar óvenjulegt) og svo hlotnaðist mér mesti heiður sem ég hef fengið á lífsleiðinni þegar ég fékk Barnaréttindaverðlaun ungmennaráða Unicef, Barnaheilla og ráðgjafahóps Umboðsmanns barna.
Ég lagði mig allan fram og geng því keikur frá borði og þakka fyrir mig.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Páll Valur setti þennan pistil á Facebook-síðu sína og hefur fengið mjög mikil og ánæguleg viðbrögð.