Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þakskyggni að fjúka í Sandgerði
Föstudagur 31. desember 2004 kl. 20:10

Þakskyggni að fjúka í Sandgerði

Björgunarsveitin Sigurvon situr ekki auðum höndum þrátt fyrir að brennunni í bænum hafi verið aflýst. Sveitin var kölluð út vegna foks á áttunda tímanum. Þakskyggni á húsi var farið að fjúka. Brugðið var á það ráð að rífa það sem eftir var af þakskyggninu í burtu og búa þannig um að ekkert tjón hlytist af.
Nú fara sveitarmeðlimir hins vegar með gjallarhorn um Sandgerði til að tilkynna frestun á áramótabrennunni. Áramótunum sjálfum verður hins vegar ekki frestað!

Mynd úr safni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024