Þakplötur losnuðu af gömlu fiskiðjunni
Björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa í nógu að snúast og eru fimm bílar úti á veðurvakt. Tilkynnt var um lausar þakplötur á gömlu fiskiðjunni á Hafnargötunni og voru björgunarsveitarmenn að negla plöturnar niður. Sífellt bætist í vindinn, en samkvæmt veðurspánni má búast við að vindhviður nái allt að 50 m/s. Klukkan 18:00 verður stórstreymt á Suðurnesjum, en á þeim tíma á veðuræðin að ná hámarki.