Þakplötur fuku í Reykjanesbæ og Vogum
Lögregla og björgunarsveitir á Suðurnesjum þurftu að sinna um tíu útköllum í nótt vegna veðurs. Þakplötur losnuðu í Reykjanesbæ og í Vogum. Ruslatunnur og aðrir lausamunir fuku í Reykjanesbæ. Þá fuku bifreiðar einnig til á bílastæðum. Að sögn lögreglu urðu engar meiriháttar skemmdir.
Lögreglan gerði ýmsar varúðarráðstafanir vegna veðursins strax í gærkvöldi. Lögreglumenn óku um og reyndu að tryggja að sem minnst tjón yrði.
Myndir: Björgunarsveitin Suðurnes að störfum í Keflavík í nótt. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi