Þakplötur að losna í rokinu
Nokkuð hvasst hefur verið hér syðra með deginum og á köflum gustað all hressilega í vindhviðum. Björgunarsveitin Suðurnes var kölluð út fyrir stundu til að festa niður þakplötur sem teknar voru að losna af íbúðarhúsi við Hátún í Reykjanesbæ.
Eins og komið hefur fram hefur flugeldasýningum kvöldsins í Reykjanesbæ og Grindavík verið frestað til morguns vegna hvassviðris.
Mynd: Af vettvangi í Hátúni nú síðdegis. VF-mynd:elg