Þakklát eftir rússíbanareið - segir Silja Dögg sem flaug aftur inn á þing
Njarðvíkingurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir hélt sæti sínu á Alþingi en Framsóknarflokkurinn fékk mjög góða kosningu í Suðurkjördæmi og er næst stærsti flokkurinn í kjördæminu, með tvo þingmenn. Silja Dögg var auðvitað mjög sátt með niðurstöðuna og setti kveðju inn á Facebook-síðu sína eftir kosningarnar.
„Kæru vinir. Ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa fengið umboð til að starfa fyrir ykkur áfram á Alþingi. Síðustu vikur, og raunar mánuðir, hafa verið alger rússíbanareið. En nú er niðurstaðan komin. Framsóknarflokkurinn vann stóran sigur í þessum kosningum. Við sýndum úr hverju við erum gerð og hverju við stöndum fyrir - heiðarleika og lýðræðislegum vinnubrögðum. Mannauður flokksins er mikill og á honum munum við byggja til framtíðar. Ég hlakka til að starfa með vel mönnuðum þingflokki Framsóknarflokksins næstu fjögur árin (alltaf bjartsýn) og hinum 12.000 félagsmönnum flokksins. Áfram XB og eitt risastórt TAKK!“