Þakkir til Víðis og Ægis
Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs lýsir ánægju með vel heppnaða Sólseturshátíð í Garði 2013 sem fram fór síðustu helgina í júní.
Bæjarráð þakkar Knattspyrnufélaginu Víði og Björgunarsveitinni Ægi fyrir vel heppnaðan undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar. Einnig þakkar bæjarráð öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum og tóku þátt í vel heppnaðri Sólseturshátíð. Þetta var samþykkt samhljóða í bæjarráði Garðs.