Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þakkir til þeirra sem leituðu að Pawel
Björgunarsveitarmenn við leitina.
Miðvikudagur 26. nóvember 2014 kl. 10:02

Þakkir til þeirra sem leituðu að Pawel

16 björgunarsveitir og þrjár svæðisstjórnir skipuðu leitarflokkinn.

„Ættingjar Arka­diusz Pawel Maciag, mannsins sem lögreglan leitaði að s.l. sunnudagsnótt ásamt björgunarsveitum af suðvesturhorninu, höfðu samband við okkur og vildu koma á framfæri kærum þökkum til allra sem aðstoðuðu við leitina af manninum,“ segir í tilkynningu á Facbook síðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Jafnframt vill lögreglan þakka björgunarsveitunum sem komu þarna að kærlega fyrir aðstoðina.
Á sunnudagskvöldi klukkan 23:40 var óskað eftir aðstoð frá þeim og innan mjög skamms tíma voru komnir 70 leitarmenn til leitar í mjög slæmu veðri. „Það eru viss forréttindi fyrir okkur íbúa þessa lands að geta leitað til þessara fagmanna hvenær sem er og í hvaða veðri sem er. Takk fyrir aðstoðina kæru vinir í eftirtöldum björgunarsveitum:“

Björgunarfélag Árborgar
Björgunarsveit Hafnarfjarðar
Björgunarsveitin Ársæll
Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka
Björgunarsveitin Kjölur
Björgunarsveitin Kyndill - Mosf.
Björgunarsveitin Mannbjörg
Björgunarsveitin Sigurvon
Björgunarsveitin Suðurnes
Björgunarsveitin Þorbjörn
Björgunarsveitin Ægir Garði
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík
Hjálparsveit skáta Garðabæ
Hjálparsveit skáta Hveragerði
Hjálparsveit skáta Kópavogi
Hjálparsveit skáta Reykjavík
Svæðisstjórn svæði 01
Svæðisstjórn svæði 02
Svæðisstjórn svæði 03

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024