Þakkir til þeirra sem leituðu að Pawel
16 björgunarsveitir og þrjár svæðisstjórnir skipuðu leitarflokkinn.
„Ættingjar Arkadiusz Pawel Maciag, mannsins sem lögreglan leitaði að s.l. sunnudagsnótt ásamt björgunarsveitum af suðvesturhorninu, höfðu samband við okkur og vildu koma á framfæri kærum þökkum til allra sem aðstoðuðu við leitina af manninum,“ segir í tilkynningu á Facbook síðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Jafnframt vill lögreglan þakka björgunarsveitunum sem komu þarna að kærlega fyrir aðstoðina.
Á sunnudagskvöldi klukkan 23:40 var óskað eftir aðstoð frá þeim og innan mjög skamms tíma voru komnir 70 leitarmenn til leitar í mjög slæmu veðri. „Það eru viss forréttindi fyrir okkur íbúa þessa lands að geta leitað til þessara fagmanna hvenær sem er og í hvaða veðri sem er. Takk fyrir aðstoðina kæru vinir í eftirtöldum björgunarsveitum:“
Björgunarfélag Árborgar
Björgunarsveit Hafnarfjarðar
Björgunarsveitin Ársæll
Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka
Björgunarsveitin Kjölur
Björgunarsveitin Kyndill - Mosf.
Björgunarsveitin Mannbjörg
Björgunarsveitin Sigurvon
Björgunarsveitin Suðurnes
Björgunarsveitin Þorbjörn
Björgunarsveitin Ægir Garði
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík
Hjálparsveit skáta Garðabæ
Hjálparsveit skáta Hveragerði
Hjálparsveit skáta Kópavogi
Hjálparsveit skáta Reykjavík
Svæðisstjórn svæði 01
Svæðisstjórn svæði 02
Svæðisstjórn svæði 03