Þakkir frá Flugleiðum til barna á Suðurnesjum
Þriðjudaginn 19. mars var haldin móttökuathöfn fyrir nýja Boeing 757-300 flugvél í flugskýli Flugleiða. Sérstakir heiðursgestir við athtöfnina voru öll 10 ára börn af Suðurnesjum og komu þau með kennurum sínum.
Voru þetta á þriðja hundrað börn sem mættu og setti það sérstakan blæ á vinnustaðinn og móttökuathöfnina að hafa öll þessi börn á staðnum.Flugleiðir vilja þakka öllum börnunum og kennurum fyrir að mæta og þá sérstaklega hvað börnin voru prúð og stillt sem var öllum til mikils sóma og má með sanni segja að reglulega var eftir því tekið.
Víst er að Flugleiðir mun í framtíðinni horfa til þessarar skemmtilegu heimsóknar barnanna.
Kveðja,
Elvar Gottskálksson
Deildarstjóri Rekstrardeildar hjá Tækniþjónustu Flugleiða
Voru þetta á þriðja hundrað börn sem mættu og setti það sérstakan blæ á vinnustaðinn og móttökuathöfnina að hafa öll þessi börn á staðnum.Flugleiðir vilja þakka öllum börnunum og kennurum fyrir að mæta og þá sérstaklega hvað börnin voru prúð og stillt sem var öllum til mikils sóma og má með sanni segja að reglulega var eftir því tekið.
Víst er að Flugleiðir mun í framtíðinni horfa til þessarar skemmtilegu heimsóknar barnanna.
Kveðja,
Elvar Gottskálksson
Deildarstjóri Rekstrardeildar hjá Tækniþjónustu Flugleiða