Þakka vel heppnaða sólseturshátíð
Þakkir til Íþróttafélagsins Víðis og Björgunarsveitarinnar Ægis fyrir vel heppnaða Sólseturshátíð komu fram á fundi bæjarráðs Garðs nú í vikunni.?
„Bæjarráð þakkar þeim fjölmörgu sem með samtakamætti sínum lögðu sig fram um að gera Sólseturshátíðina sem glæsilegasta. Sérstaklega ber að geta um ánægju með fjölbreytta íþróttaviðburði á hátíðinni, sem heppnuðust frábærlega og höfðuðu vel til íbúa“.