Þakka fórnfýsi starfsfólks HSS
Nýstofnað Hjúkrunarráð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) fagnar niðurstöðum vinnuhóps heilbrigðisráðuneytisins, um að starfsemi skurðstofu og fæðingarþjónustu haldist óbreytt. Þá þakkar hjúkrunarráð fórnfýsi starfsfólks sem tekur á sig launaskerðingun til að tryggja starfsemi HSS.
Hjúkrunarráð HSS lýsir ánægju sinni með nýja starfshætti heilbrigðisráðuneytisins um breytt vinnulag og hugsun með því að ráðfæra sig við nærumhverfið um hvernig er best að ná fram sparnaði.