Þakjárn losnaði á háhýsi í Keflavík
Áhrifa óveðursins sem nú gengur yfir landið gætir vart á Suðurnesjum. Þar er hvasst, en ekkert teljandi tjón hefur orðið. Þannig hefur einungis verið tilkynnt um þakjárn sem losnaði á áttundu hæð háhýsis við Framnesveg, að sögn Þorvaldar Benediktssonar varðstjóra hjá lögreglunni í Keflavík.Aðrar tilkynningar höfðu ekki borist vegna veðursins á Suðurnesjum.