Þakið halli í rétta átt

Fyrirtæki sem er lóðarhafi við Flugvelli í Reykjanesbæ hefur sent bæjaryfirvöldum fyrirspurn varðandi Flugvelli 14 um breyttan þakhalla, starfssemi í húsnæði og nýtingu lóðar. Einnig aðkomu inn á lóð.
 
Í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar segir að þakhalli sé í öfuga stefnu miðað við skilmála skipulags. „Mikilvægt er að heildaryfirbragð hverfisins, hvað varðar þakhalla og vegghæðir haldi sér,“ segir í afgreiðslu ráðsins og erindi því hafnað.
 
Hins vegar segir að aðkoma og nýting er í samræmi við deiliskipulag.