Þak fauk og vatn flæddi inn

Nokkrar skemmdir urðu á þaki byggingar við Hrannargötu 6 í Keflavík í óveðrinu fyrir helgi. Þakjárn fauk af húsinu að hluta og í kjölfarið flæddi inn vatn í aðstöðu sem Pílukastfélag Reykjanesbæjar hefur í húsinu.
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var m.a. fengið með dælubúnað á staðinn til að dæla í burtu vatni.

VF-myndir: Hilmar Bragi.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				