Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Það myndi heyrast í einhverjum ef fiskimiðunum yrði lokað í einni svipan
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 30. ágúst 2020 kl. 12:49

Það myndi heyrast í einhverjum ef fiskimiðunum yrði lokað í einni svipan

„Það er erfitt að fylgjast með þróun atvinnumála á Suðurnesjum þessa dagana þar sem Keflavíkurflugvöllur er, beint eða óbeint, uppspretta 40% efnahagsumsvifa. Það myndi heyrast í einhverjum ef fiskimiðunum yrði lokað í einni svipan,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ í framhaldi af tilkynningu Isavia um uppsagnir 133 starfsmanna.

Langflestir starfsmanna sem nú voru að fá uppsögn eru búsettir á Suðurnesjum. Kjartan Már segir þetta mikil vonbrigði og áfall fyrir svæðið. Hann setur spurningamerki við þeirri ákvörðun að senda alla sem koma til landsins í sóttkví og hefði viljað sjá mildari aðgerðir af hálfu yfirvalda. Til skemmri tíma sé mikilvægt núna að styðja þá sem eru án atvinnu, m.a. með virkniúrræði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024