Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Það er eitthvað mikið um að vera við Ungó“
Mánudagur 12. september 2016 kl. 09:36

„Það er eitthvað mikið um að vera við Ungó“

- fjölmennt lögreglulið við Hafnargötu

„Það er eitthvað mikið um að vera í Ungó. Það eru þrír löggubílar og fullt af löggum þar inni,“ var símtal sem barst til fréttavaktar Víkurfrétta á laugardagskvöldið.

Lögreglan varðist frétta þar til sólarhring síðar að upplýst var um ástæður þess að fjölmennt lið mætti í Ungó. Lögregluliðið var að byrgja sig upp af sælgæti úr nammibarnum, eins og sést á meðfylgjandi mynd sem lögreglan birti á fésbókarsíðu sinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024