Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þá voru laun alþingismanna miðuð við laun kennara
Úr Holtaskóla.
Fimmtudagur 3. nóvember 2016 kl. 09:07

Þá voru laun alþingismanna miðuð við laun kennara

Kennarar og aðrir fagmenn í Holtaskóla telja að hin gífurlega launahækkun sem Kjararáð hefur ákveðið til handa alþingismönnum, ráðherrum og forseta Íslands segi sína sögu um að vilji og geta til launahækkana í þjóðfélaginu er langt umfram það sem m.a. grunnskólakennurum og fleirum hefur verið boðið. Grunnskólakennarar hafa verið samningslausir síðan í vor og tvívegis hafnað nýjum kjarasamningi þar sem einungis var í boði launahækkun sem rúmast innan SALEK rammans. Kennarasambandið er ekki hluti af SALEK og við kennarar sættum okkur ekki við að semja á forsendum þess, segir í tilkynningu sem kennarar sendu vf.is.

Ef sveitarfélögin telja sig ekki hafa efni á að leiðrétta laun okkar grunnskólakennara ber ríkinu að auka tekjumöguleika þeirra eða að taka við rekstri grunnskólanna á ný.

Við bendum á að um miðja síðustu öld voru laun alþingismanna miðuð við laun kennara. Við förum fram á að það viðmið verði tekið upp að nýju m.a. í ljósi þess að nú er krafist fimm ára háskólanáms til kennararéttinda en áður voru kennarar ekki háskólamenntaðir.
Kennarar í Holtaskóla lýsa yfir vilja sínum til að taka þátt í aðgerðum sem samtök okkar standa fyrir til að þrýsta á um launahækkanir og kjarasamninga, segir að lokum í tilkynningunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024