TF-SIF náði í veikan sjómann við Faxaflóa
TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar náði í eldri sjómann sem fengið hafði botnlangakast á skipinu Ósk KE-5, sem gerir út frá Keflavík, rétt utan við Faxaflóa um klukkan hálf sex í dag. Þyrlan lenti með manninn við flugskýlið á Reykjavíkurflugvelli klukkan hálf níu í kvöld og var hann fluttur á Landspítala-háskólasjúkrahús að sögn Morgunblaðsins á Netinu.