Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Fréttir

TF-LIF sótti veikan skipverja af Hrafni Sveinbjarnarsyni
Fimmtudagur 9. mars 2017 kl. 10:09

TF-LIF sótti veikan skipverja af Hrafni Sveinbjarnarsyni

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, var kölluð út seint í gærkvöld til að sækja veikan skipverja af Hrafni Sveinbjarnarsyni. Skipið var þá að veiðum um 17 sjómílur vestur af Surtsey. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að á tólfta tímanum hafi skipstjórinn hringt í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar til að fá samband við þyrlulækni vegna mannsins. Í framhaldinu var ákveðið að senda þyrluna eftir skipverjanum og fór hún í loftið rétt upp úr miðnætti. Um fjörutíu mínútum síðar var TF-LIF komin að skipinu. Maðurinn var rólfær og því reyndist ekki þörf á að taka hann upp í sjúkrabörum. Þyrlan lenti svo á Reykjavíkurflugvelli klukkan 1.14. Þar beið sjúkrabíll sem flutti manninn á Landspítalann.

Hrafn Sveinbjarnarson er gerður út af Þorbirni hf. í Grindavík.

Bílakjarninn
Bílakjarninn