TF KEF vill byggja starfsmannaíbúðir á Ásbrú

TF KEF ehf. hefur lagt fram fyrirspurn til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ um að fá að skipta upp/taka út hluta lóðar Valhallarbrautar 756-757 á Ásbrú til byggingar starfsmannaíbúða á tveimur hæðum. Um er að ræða lóð við BASE Hotel.
 
Í fyrirspurninni er talað um ca. 7.000m2 hluta lóðar sem afmörkuð er á teikningu sem fylgdi fyrirspurninni. Stærðir íbúða í húsinu væru 30 til 45m2. Svalainngangar og stigagangar væru utanhúss og nýtingarhlutfall 0,42.
 
Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í erindi TF KEF, sem þarfnast þá nánari útfærslu.