Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tetra stóðst álagið en GSM hrundi
Fimmtudagur 29. maí 2008 kl. 22:13

Tetra stóðst álagið en GSM hrundi

Tetra fjarskiptakerfið stóðst fullkomlega í dag þegar Suðurlandsskjálfti varð síðdegis. Þetta fullyrti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í fréttum Sjónvarpsins í kvöld. Hann upplýsti einnig að á sama tíma hafi GSM kerfið hrunið. Talsvert hefur verið rætt og ritað um Tetra fjarskiptakerfið undanfarna viku og aðgang fjölmiðla að kerfinu.


Á síðum DV hafa menn keppst við að lasta þá ákvörðun Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, að veita blaðamanni Víkurfrétta aðgang að uppkallsrásum Brunavarna Suðurnesja í Tetra-fjarskiptakerfinu. Sigmundur veitti blaðamanni Víkurfrétta aðganginn til reynslu í því augnamiði að fjölmiðlar væru hluti af því ferli sem fer í gang á neyðarstund. Aðilar sem DV hefur rætt við undanfarna viku hafa bent á að fjölmiðlar séu ekki hluti af björgunarferlinu.


Í dag hefur það sannast að fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki á neyðarstund en náttúruhamfarir gengu yfir SV-horn landsins í dag með stórum jarðskjálfta, sem flokkast til Suðurlandsskjálfta. Víkurfréttir hafa um það upplýsingar að neyðaraðilum gekk um tíma erfiðlega að ná til fjölmiðla, enda álag mikið á GSM farsímakerfinu. Á sama tíma stóðst Tetra-fjarskiptakerfið fullkomlega en hins vegar hafa fjölmiðlar ekki aðgang að því kerfi.


Hópur viðbragðsaðila mun koma saman til fundar í fyrramálið þar sem meðal annars verður tekin umræða um það að hvort heimila eigi fjölmiðlum aðgang að fjarskiptakerfinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024