Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 26. september 2001 kl. 09:33

Tengjum Reykjanesið við stórbrotna náttúru

Nafnið Reykjanes hefur jákvæðari ímynd í hugum fólks, en Suðurnes, samkvæmt niðurstöðum kannana sem gerðar hafa verið. Þess vegna hafa Ferðamálasamtök Suðurnesja og Markaðs- og atvinnuráð Reykjanesbæjar ákveðið að leggja áherslu á að nafnið Reykjanes verði notað í
framtíðinni í tengslum við markaðssetingu svæðisins.
„Samkvæmt könnunum tengir fólk Reykjanes frekar við náttúrufegurð; eitthvað sem er tært
og stórbrotið, en Suðurnesin frekar við rok og rigningu og neikvæðar hliðar af veru Varnarliðsins“, segir Kjartan Már Kjartansson formaður Markaðs- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar.
Nú eru mörg fyrirtæki og stofnanir sem nota nafnið Suðurnes t.d. Hitaveita Suðurnesja, Efnalaug Suðurnesja og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Stendur til að breyta því?
„Það er ekki í okkar valdi að breyta nöfnum fyrirtækja. Við hvetjum hins vegar fyrirtæki og stofnanir til að nota nafnið Reykjanes í staðinn fyrir Suðurnes í daglegri umræðu. Við viljum að fólk byrji á þessu strax en auðvitað tekur þetta. Bæjaryfirvöld ætla að gera það sem þau geta til að nota nafnið Reykjanes meira út á við“, segir Kjartan Már.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024