Tengivagn valt við Reykjanesbraut
Tengivagn flutningabifreiðar valt við Reykjanesbrautina um miðjan dag. Ekki urðu slys á fólki.Flutningabíllinn var að aka inn á Reykjanesbrautina af Grindavíkurvegi þegar óhappið varð. Tengivagninn var fullur af byggingaefni og bendir allt til þess að vagninn hafi verið vitlaust lestaður og því hafi farið sem fór. Loka þarf Reykjanesbrautinni um tíma þegar vagninn verður settur á hjólin að nýju.