Tendra jólaljós á laugardaginn
Ljósin verða tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í Noregi á Tjarnargötutorgi í Reykjanesbæ nk. laugardag, 3. desember kl. 17.00. Ritari norska sendiráðsins, Silje Arnekleiv, afhendir jólatréð og Catarina Chainho da Costa nemandi úr Myllubakkaskóla mun tendra ljósin.
Dagskrá:
Blásarasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Barnakór Holtaskóla syngur. Magnea Guðmundsdóttir varaforseti bæjarstjórnar mun ávarpa samkomuna og viðurkenningar frá Skessudögum í lok nóvember. Jólasveinar koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum og boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur.