Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tendra jólaljós á laugardaginn
Mánudagur 28. nóvember 2011 kl. 09:24

Tendra jólaljós á laugardaginn

Ljósin verða tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í Noregi á Tjarnargötutorgi í Reykjanesbæ nk. laugardag, 3. desember kl. 17.00. Ritari norska sendiráðsins, Silje Arnekleiv, afhendir jólatréð og Catarina Chainho da Costa nemandi úr Myllubakkaskóla mun tendra ljósin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Dagskrá:
Blásarasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Barnakór Holtaskóla syngur. Magnea Guðmundsdóttir varaforseti bæjarstjórnar mun ávarpa samkomuna og viðurkenningar frá Skessudögum í lok nóvember. Jólasveinar koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum og boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur.